Daglegt líf.

   Oft vill verða svo að þegar ég sest við tölvuna þá er eins og allt frjósi. Mér finnst eins og hér gerist ekki neitt sem er helber misskilningur, það er bara að fylgjast betur með.

   Reyndar bárust mér þau tíðindi hér fyrr í dag að nágranni litla bró ( búsettur að Grundarg.41) væri búinn að selja, konan hefur hafið störf á Rvk. svæðinu og bóndinn flytur suður í haust.

Það verður að segjast eins og er að það er missir að fólki sem hefur verið búsett hér árum saman en "sådan er livet". Ég skrapp í sund ( buslaði ) og virti fyrir mér framkvæmdirnar í leiðinni, allt hverfið  verður fallegra og snyrtilegra með hverjum deginum!Grin

   Framkvæmdum við nýju bryggjuna er að ljúka og hér komu tvö skemmtiferðaskip með dags millibili í blíðskaparveðri og óvenju hljótt yfir öllu. Kannski vegna þess að ég hafði vit á að halda mig fjarri.

   Hver veit?

   Hef verið að dútla með málningarpensil frammi í sveit og þar hitti ég æskuvinkonu mína sem ég hef ekki séð árum saman. Það voru einstaklega ánægjulegir endurfundir.

   Ég ætla að slá botninn í þetta að sinni, bið kærlega að heilsa litla bró og fjölskyldu í Álaborg og einnig Hrönn Harðardóttur ( frá Hömrum ) Ásamt fjölskyldu í Árósum.

   Alveg er það frábært hversu góðum árangri er hægt að ná með tveim fingrum á lyklaborðið. Gef sjálfum mér herðaklapp.

   Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

                                                                               Sulsted 21.july 2008

Sæll stóri bró

nú fer að styttast í veru okkar hér í sveitinni, flytjum innan skamms til stórborgarinnar.

geri samt ráð fyrir að búa í tjaldi fyrstu tvær vikurnar, en annað eins hefur nú verið gert áður og ekkert nýtt þar.

komum úr nokkurra daga útilegu í gærkveldi, vorum á hálendi danmerkur, n.t.t. svæðinu umhverfis silkeborg.

líklega einhver fallegasti staður dk.

 fórum í "fjallgöngu" á stolt dana, "Himmelbjerg" eftir 5 mín göngu komum við uppá hól og bjuggumst við að sjá fjallið þaðan.

tók okkur talsverða stund að átta okkur á því að við stóðum á "fjallstindinum"

það var þögul fjölskylda sem rölti aftur í áttina að bílnum, hver hugsaði sitt.

varð fyrir árás villidýrs sem borar sig í gegnum húðina og hefur lagt margan danan á sjúkrabeð og jafnvel í gröfina. aumingja paddan hafði aldrei lent í neinu viðlíka eitruðu og mér og engdist flótlega til dauða.

bið að heilsa mömmu

Hanni (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 08:57

2 identicon

sæll stóri bró.

nú sitjum við og njótum kvöldsvalans eftir heitan dag. flúðum frá kössum og ógerðum verkum á ströndina, enda ólíft ( á okkar mælikvarða) sökum hita. vona að þú hafir átt góða stund um helgina.

frændur þínir "litlu" eru eins og fiskar í sjónum og orðnir mahognybrúnir á litinn.

mikið lifandis skelfingar ósköp er lífið nú ljúft.

biðjum að heilsa mömmu.

kveðja Hanni

Hanni (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband