Sumri hallar hausta fer

   Sumarið kom-og fór. Einstaklega hlýtt og notalegt á meðan var, byrjaði kannski nokkuð seint en svo skall það á. Nú grassera gróðrarskúrirnar á fullu og það svo hressilega að lóðin mín sem var slegin fyrir viku er orðin fagurgræn, varla að sjáist í mosann lengur. Nágranni minn kom með þá ágætis hugmynd ( að hans mati ) að skella bara trippunum sínum á beit og þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af sinu og mosa að vori....

   Ég held nú samt að ég helli mér út í garðyrkjuna þegar þar að kemur.

   Nú er skólastarfsemin komin í "full swing", fyrsti skóladagurinn liðinn, lét mig hafa það að arka út í skólann í hressandi ( lesist grenjandi ) rigningu ( þetta er nú ósköp stutt ) til að fá kennslu áætlun ásamt verkefnum sem skilast skulu á mánudag! Mér varð hugsað til fyrsta enskukennarans míns sem hélt því blákalt fram að það væri enginn munur á bandarískri og breskri ensku. Það var einmitt þá sem ég hætti og fór í fjarnám.  Nú er ég hins vegar svo lánsamur að hafa fengið enskan kennara og hún kann sitt fag, tekur tillit til fólks með mismunandi bakgrunn en leggur líka áherslu á að viðkomandi öðlist sem víðtækasta þekkingu á ekki bara tungumálinu sem slíku heldur líka bókmenntum enskumælandi rithöfunda og " Þá skiptir engu máli hvaðan þeir koma". Fyrsta bókin sem við lesum þessa önnina er skrifuð af nígerískum höfundi! Þetta leggst bara vel í mig, ég fæ að nota það sem ég hef lært og nú bæti ég bara við mig.

   Nú er aðeins að stytta upp svo ég ætla að skjótast út á milli skúra og stinga girðingarstaurunum inn í bílskúrinn hjá nágrannanum ( já þeir standa enn upp við bílskúrsvegginn ), hmm, gott að eiga góða granna.

   Jamm, nú er bara að hella sér út í námið og svitna ögn. Fjalar og & biðja að heilsa litla bró og &.

   Þar til næst.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband