18.9.2008 | 19:21
Leti? Launahækkanir o.fl.
Ég vil að það komi skýrt og greinilega fram að það er alls ekki leti sem veldur því að ég hef ekki bloggað í tæpan mánuð. Ég hef bara verið einstaklega upptekinn því þegar menn á mínum aldri setjast á skólabekk þá er fyrsta verkefnið að læra hvernig á að læra. Mér kemur í hug fyrsta árið í barnaskólanum þegar ég var að rembast við " Litlu gulu hænuna ". Skilur nokkur hvað ég er að fara? Ég held ég skilji það varla sjálfur.
En nú að alvöru lífsins. Ég ku vera einstaklega dagfarsprúður og rólegur að eðlisfari, kippi mér ekki upp við neitt nema kannski hressilegan jarðskjálfta en nú get ég ekki lengur orða bundist. Ég var að hlusta á kvöldfréttirnar en því miður missti ég af hluta en þó hjó ég eftir launahækkunum þar á meðal þingmanna sem nú hafa 562 þús. í mánaðarlaun. Eru svo ekki einhverjir bitlingar að auki?
Spyr sá sem ekki veit.
Væri nú ekki tilvalið á þessum síðustu og verstu tímum að spara ögn? Bara ögn??
Við öryrkjar fengum hækkun úr 137 þús. í 150 þús.( Þökk sé Jóh. Sigurðard.), mínus skatt. Þegar minnst er á skattahítina kemur mér í hug sálin prestanna. Framfærslukostnaður einstaklings ku vera um 80 þús. á mán. Ofan á koma svo afb. af húsnæði o.sv.frv. Hvað sem því líður þá "Þökkum vér hundar þau bein sem til okkar er hent."
Nóg um það.
Hér hefur verið alveg geysi hress og frískandi veðrátta, sunnan grenjandi rok og rigning sem er alveg frábær tilbreyting frá norðaustanáttinni, fátt geri ég skemmtilegra en að fá mér göngutúr í svona hressilegu veðri.
Þar til næst.
Athugasemdir
Sæll stóri bró
Farðu nú ekki að ergja þig yfir þessari hungurlús sem blessaðir þingmennirnir, já og þingkonur, fá til að skrimta af mánuðinn. Greyin þurfa næstum að leita á náðir mæðrastyrksnefndar til að fá saltkorn í vatnsgrautinn sinn. Nei ég vona að aurarnir sem þeir fá aukalega verði til þess að þeir geti slitið sig andartak frá þrældómnum á hinu háa alþingi og horft með velþóknun á afleiðingar vel unnina starfa sinna.
bið svo að heilsa mömmu
Hanni
Hanni (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.