Blóðbað á Lækjartorgi?

Það er nú einu sinni svo að þegar ég horfi á Kastljós þá finn ég fyrir vanmætti mínum. Til að mynda í kvöld þegar ég hlustaði á einn af okkar mörgu ofurlaunamönnum leita sér að sökudólg og kenna öllum um nema sér sjálfum.

Skyldi þessi vesalings maður hafa þurft að ganga heim eða gat hann kannski sníkt sér í strætó?

Í framhaldi af því dettur mér í hug sú ágæta aðferð sem vinir okkar Frakkar höfðu þegar þeir fundu upp höggstokkinn. Hönnunin var í einu orði sagt alveg frábær, svo ekki sé minnst á árangurinn og afköstin.Ég sé fyrir mér tvo eða kannski þrjá höggstokka á Lækjartorgi ( Maður verður að fara soldið pent í það ), og svo væri hægt að auglýsa : Blóðbað á Lækjartorgi kl. fimm í dag, aðgangur ókeypis, bannað innan sextán, og þó, eftir á að hyggja,sennilega væri réttast að rukka inn aðgangseyri, það myndi kannski hjálpa ögn upp á skömmina sem þessir fjárglæframenn hafa skilið eftir sig.

Svona er nú það.

Hér er reyndar allt við það sama , nemendur Fsn. halda áfram að velta fyrir sér allskyns aftöku hugmyndum en það verður bara að koma í ljós hver hugmyndin verður ofan á. Margar góðar eru í gangi.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki er að spurja að hugmyndaauðgi rótækra námsmanna. vil samt,(þó ég sé námsmaður og frekar óheflaður þar að auki) doka aðeins við og velta upp nokkrum spurningum.

nr.1.   af hverju að fara að flytja inn rándýra erlenda hátækni eins og franska höggstokka ( eða í hvert fall að borga höfundarlaun og afnotagjöld) til gjaldeyrislauss lands þegar nær væri að rifja upp gamla og góða íslenska kirkjulega siði s.s. eins og drekkingar (æi nei, bæði er sóðaskapur að henda rusli útí náttúrunni og eins gætu hræin skemmt túrbínurnar í virkjununum) bálfarir ( hmmm.... skóglaust land og bensínið rándýrt og þaraðauki af skornum skammti) og síðast en ekki síst mætti hengja þá til þerris á hálsinum eins og hinar staðföstu, siðuðu, mannúðlegu vestrænu hámenningarþjóðir gerðu við einhvern ræfil með asnalegt yfirvaraskegg þarna fyrir austan. sjálfsagt væri hægt að grafa upp spottaræfilinn sem skagamaðurinn stal um árið.

nr.2.   hver á að þrífa upp sóðaskapinn á lækjartorgi eftir skemmtunina þegar flest allt erlent vinnuafl er flúið úr landi. ( íslendingar vilja ekki sinna svo niðurlægjandi störfum sem þrif og ruslatínsla fellur undir)

nr.3.  er einhver pínulítill möguleiki á því að við getum sjálfum okkur um kennt? sannast ekki á okkur eina ferðina enn það sem sjálfstæðismenn hafa alltaf haldi fram "FÓLK ER FÍFL" með bros á vör hvert fjórða ár, daufdumb og heilaþvegin, göngum við til kosninga og afhendum sömu mönnunum aftur og aftur rassgatið á okkur á silfurfati.

með bestu kveðjum um frelsi jafnrétti og bræðralag

Hanni

Hanni (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband