11.11.2008 | 19:04
Gjaldmiðilsskipti.
Ég var að lesa frétt á Vísi, reyndar frá í gær, þar sem Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Novator lýsti því að ekki þyrfti að taka nema viku að skipta um gjaldmiðil.
Gott og vel, en það er í mörg horn að líta áður en slíkt yrði framkvæmanlegt.
Ég bjó í Hollandi fram að gjaldmiðilsskiptum, nánar tiltekið í Den Helder, norður Hollandi og það sem mér er svo minnisstætt eru verðmerkingarnar í öllum verslunum þar sem allt var verðmerkt bæði í gyllinum og evrum, tveimur árum áður en til skiptanna kom.
Ég minnist þess líka, þrátt fyrir ungan aldur (þá), þegar núllin tvö voru tekin aftan af gjaldmiðlinum okkar 1.jan.1981 og eldspýtustokkurinn sem kostaði 50 kr. gamlar kostaði 5 kr. nýjar.
Þá var veisla hjá ansi mörgum verslunareigendum.
Nú má ekki skilja það svo að ég sé að brigsla verslunareigendum nútímans um óheiðarleika. Alls ekki. Það sem ég er að benda á er að við sauðsvartur almúginn, og reyndar allir Íslendingar, þurfum aðlögunartíma.
Rétt í þessu heyrði ég í fréttum að starfsmenn skattrannsóknarstjóra hefðu gert innrás í höfuðstöðvar Stoða ( áður FL Group ), vegna gruns um skattamisferli, og lagt þar hendur á bókhaldið.
Hvað er eiginlega í gangi ?
Spyr fáfróður sveitastrákur úr Eyrarsveit.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.