15.11.2008 | 00:56
Sparnaður.
Nú skal spara!
Segja Ingibjörg Sólrún ..og Geir Haarde o.fl...og hvað svo?
Það skulu víst sparast tveir og hálfur milljarður í utanríkisþjónustunni sem að mínu mati eru vasapeningar.
Hlægilegt!
Ég hef hins vegar þá hugmynd að ef það á virkilega að spara þá er að byrja innan frá.
Það mætti byrja á að lækka laun bankastjóra ríkisbankanna niður í eina milljón á mánuði og ef það nægir þeim ekki til að framfleyta sér þá geta þeir alltaf snúið sér til Mæðrastyrksnefndar og staðið þar í biðröð.
Svo legg ég til að laun alþingismanna, ráðherra og allra fylgifiskanna (sníkjudýranna ) verði lækkuð í það minnsta um 50%, jafnvel að borga þeim laun eftir afköstum senn sennilega myndi þýða enn lengri biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd.
Ég hef grun um að spara mætti jafnvel meir en þennan skitna tvo og hálfan milljarð!
Þar til næst.
Athugasemdir
Auðvitað verður ekkert sparað nema með því að minnka kaupmátt toppanna. Hinir hafa hvort eð er ekkert sem þeir geta eytt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.