Allir sögðu ekki ég.

Það fór eins og mig grunaði.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins segir gagnrýni D. Oddss. bæði óréttláta og óskynsamlega.

Halla Tómasd. stjórnarformaður Auðar Capital segir ræðu D. Oddss. fyrst og fremst pólitíska.

Jón Ásgeir Jóhannesson lýsir furðu sinni á ummælum D. Oddss. og hann verði að líta sér nær vilji hann finna ástæður fyrir hruni íslensks efnahagslífs.

Ingibjörg Sólrún segir vandamál Davíðs það að hann komi úr íslenskum stjórnmálum o.sv.frv.

Ég óttast það mest að þegar upp verður staðið þá verði niðurstaðan sú að ALLIR eru blásaklausirHalo og þeir sem koma til með að borga brúsann eru litla fólkið, þ.e. ég og fleiri óbreyttir.

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það verða fyrst og fremst skuldarar sem borga. Fjármagnseigendur eru verndaðir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Bjarne minn góður.

Við, litla fólkið, sem enga peninga eigum og höfum kannski aldrei átt, getum ekki velt einu eða neinu fyrir okkur.

Kv. Þ. Jökull Elisson

Þráinn Jökull Elísson, 18.11.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Jakobína, þetta er svo rétt hjá þér.

Þess vegna finn ég svo fyrir vanmætti mínum.

Ég er bara pínulítið peð á alltof stóru borði, verð að sætta mig við að það sé valtað yfir mig.

Það er fjandi sárt.

Kv. Þ. Jökull Elisson

Þráinn Jökull Elísson, 18.11.2008 kl. 23:27

4 identicon

Ég óttast það mest að þegar upp verður staðið þá verði niðurstaðan sú að ALLIR eru blásaklausirHalo og þeir sem koma til með að borga brúsann eru litla fólkið, þ.e. ég og fleiri óbreyttir.

Þú getur hætt að óttast Þráinn og byrjað að undirbúa þig undir stritið.Við litla fólkið fáum að borga þessa sukkreikninga útrásarvíkinganna, sem ríkisstjórnin keppist nú við að kvitta undir. Það er einfaldlega enginn annar til þess að greiða þessar skuldir.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband