21.11.2008 | 19:27
Vangaveltur.
Þar kom loksins að því!
Forsætisráðherra hefur beint þeim tilmælum til Kjararáðs að "það ákveði tímabundið fyrir árið 2009 að lækka laun þeirra sem undir ráðið heyra."
TÍMABUNDIÐ?
Aðspurður vildi forsætisráðherra ekki nefna ákveðna tölu en talaði um 5-15%.
Þegar innt var eftir væntanlegum sparnaði fyrir þjóðarbúið var fátt um svör.
Hefði nú ekki verið ráðlegt fyrir "Dúettinn" þ.e. forsætis- og utanríkisráðherra að undirbúa sig fyrir fundinn eða var málið afgreitt með flýti?
Eftirlaunafrumvarpið umdeilda, ja, kannski er best að hafa ekki mörg orð um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru. Þó vil ég benda á að þrátt fyrir væntanlega lækkun mun mánaðarlegur lífeyrir ráðamanna vera umtalsvert hærri en ellilífeyrir óbreyttra svo ekki sé minnst á atvinnuleysisbætur þess ólánssama fólks sem misst hefur atvinnuna sökum fjármálafyllerís einhverra "huldumanna" sem enginn virðist vita hverjir eru .
Og nú á að skipa rannsóknarnefnd sem rannsaka á aðdraganda hruns bankanna, loksins, en mér finnst nú soldið seint um rassinn gripið. Illar tungur tala um pappírstætara og sitt af hverju sem ekki er hafandi eftir.
Er nokkuð annað hægt að gera en að reyna að vera bjartsýnn? Eða hvað?
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.