22.11.2008 | 03:29
Bitlingar og fl.
Oftar en ekki er eitt og annað sem fer fram hjá mér eða hreinlega gleymist.
Sem betur fer eru alltaf einhverjir sem eru reiðubúnir að minna mig á.
Ég hef fengið í kvöld símhringingar frá nokkrum lesendum síðunnar minnar ( þ.e. þeim fáu sem hafa símanr. mitt), þar sem mér var bent á eitt og annað sem hefði mátt fylgja með, plús haugur af spurningum sem mér er ómögulegt að svara, og ég get engan veginn komist yfir að afla svara í stuttu spjalli.
Þó er ein spurning sem brennur á vörum mér.
Hvað með laun fyrir nefndarstörf?
Eru slík störf borguð aukalega, jafnvel þó þau séu unnin í dagvinnu?
Svo var mér einnig bent á að þrátt fyrir væntanlegar breytingar á hinu illræmda eftirlaunafrumvarpi( sem er búið að vera í gildi síðan 2003 ) þá væri enn langt í land.
Eins og einn benti mér á: Þú hnikar ekki kúnni af jötunni fyrr en hún hefur lokið við að stappa í sig.
Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni að líkja okkar háæruverðugu (?) ráðamönnum við soltnar beljur, og þó, kannski er eitthvað til í þessu.
Dæmi hver fyrir sig.
Þar til næst.
Athugasemdir
Hæ kattarvinur, ég er kisukona. Ég á þrjá ketti í dag, og einn hund. Ég varð að skoða bloggið þitt. Kveðja Jóna Kolla
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2008 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.