Kannski, kannski....

Kannski eru laun Páls Magnússonar of há.

KANNSKI???

Það er sársaukafullt að þurfa að skera niður í sparnaðarskyni,en ég hef ágætishugmynd.

Það mætti byrja á því að segja upp ræstingakonunni, já og er svo ekki einhver í uppvaskinu sem henda mætti út? Svo mætti örugglega fækka fréttafólki og grynnka á tæknimönnum. Er ekki hægt að bursta rykið af gömlum upptökum sona rétt til að fylla upp í dagskrána?

Það væri nú ekki verra að fá að heyra leikritið um Árna í Hraunkoti (Borgar Garðarss. í titilhlutverki), það eru ekki nema rétt um fjörutíuogtvö ár síðan það var flutt, svo mætti endursenda "Óskalög sjómanna", "Óskalög sjúklinga " að ógleymdum "Lögum unga fólksins"frá nítjánhundruðsextíuogfimm, m/ Gerði Bjarklind og svona mætti lengi telja. Ég held satt að segja að það mætti spara svo hressilega að þegar upp væri staðið þá myndi útvarpsstjóri pluma sig ágætlega einn ,svo fremi hann hefði með sér nestisbitann, því maðurinn getur náttúrlega ekki hlaupið frá fréttalestrinum eftir einni með öllu.

Það yrði þá kannski einsemdin sem gæti hrjáð hann en það er nú svo að oft er einmanalegt á toppnum.

Annars finnst mér áberandi, burtséð frá ofnotkun orðsins "KANNSKI ", að ef minnst er á ofurlaun ríkisstarfsmanna þá virðast viðbrögð ráðamanna vera þessi :apar3_736353

Þar til næst.

 

 


mbl.is Launin kannski of há
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband