2.2.2009 | 02:46
Glitnir og Landsbanki: Ný skipurit sama fólk.
Kröfur hafa verið um að stokkað verði upp í lykilstöðum í nýju ríkisbönkunum og hefur það verið harðlega gagnrýnt að sama fólkið gegni sömu stöðum fyrir og eftir hrun.
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, hefur gengið hvað harðast fram í skilum milli nýja og gamla Kaupþings með því að segja upp nokkrum af lykilstarfsmönnum bankans. Til slíkra skila hefur ekki komið í nýja Glitni og Landsbanka.
Þó að töluverðar breytingar hafi orðið á skipuriti Landsbankans þá er í flestum tilvikum um að ræða tilfærslu í starfi. Framkvæmdastjóra rekstrarsviðs var vikið úr starfi í tengslum við rannsókn á 100 milljóna króna millifærslu inn á hans persónulega reikning. Þá hafa framkvæmdastjórar einkabanka, eignastýringar og alþjóðasviðs hætt störfum og sviðin verið lögð niður
Ársæll Hafsteinsson var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og bar ábyrgð á lánaeftirliti situr nú í skilanefnd gamla Landsbankans. Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Nýja Landsbankans, mun láta af störfum í bankanum en hún var áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.
Það er nú ekki oft sem ég verð kjaftstopp.
Þar til næst.
Athugasemdir
Vonandi rekur nýja stjórnin allt spillingarliðiði, það er kominn tími á hreingerningu í bönkunum líka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.2.2009 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.