3.2.2009 | 10:30
Kaldrifjaður forstöðumaður skattasviðs.
Fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði Þorláksson, telur það heldur kaldrifjað að fyrrum forstöðumaður skattasviðs Landsbankans, Kristján Gunnar Valdimarsson, hafi farið með umsjón fjögurra eignarhaldsfélaga sem öll eru skrásett á karabísku eyjunni Tortola.
Mér finnst þetta bera merki þess að þarna sé verið að sniðganga skattinn," segir Indriði sem spyr einnig hver tilgangurinn hafi verið með því að leyna eignarhaldi félaganna með þessum hætti. Indriði telur að með viðskiptunum hafi myndast gengishagnaður og að öllum líkindum hafi einnig myndast skattskyldar tekjur. Þar sem félögin voru skráð á Tortola eyjunum þá þurfa félögin ekki að borga skatt, heldur eingöngu 300 dollara endurnýjunargjald. Það eru rúmar 34 þúsund krónur.
Indriði veltir því fyrir sér hver hafi síðan fengið hagnaðinn af þessum viðskiptum, hvort hann hafi runnið í sama félag. Aðspurður þykir honum ekki ólíklegt, þó hann vilji ekki slá því á fast, að bankinn hafi leyst hagnað þessara viðskipta til sín.
Þá vitum við það.
Þar til næst.
Athugasemdir
Og svona lið er ennþá við stjórnvölinn hjá bönkunum þar er ennþá fólk í stjórnunarstöðum sem var í stjórnunarstöðum í gömlu bönkunum.
Guðmundur Óli Scheving, 3.2.2009 kl. 11:15
Ég er hætt að vera hissa, og hugsa yfirleitt hvað næst? Þetta er með ólíkindum siðspillt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2009 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.