Sælir eru fátækir.......

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs í Bretlandi og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, munu áfram sitja í stjórnum bresku verslunarkeðjanna House of Fraser, Iceland,  Aurum og Hamleys þótt skilanefnd Landsbankans hafi gengið að veðum bankans í þessum fyrirtækjum.

Fram kemur, að stjórnarsetan tryggi Jóni Ásgeiri um 20 þúsund punda laun á mánuði, jafnvirði  3,4 milljóna króna, auk afnota af fyrirtækisbíl og einkaþyrlu.

Er haft eftir heimildarmanni, sem sagður er þekkja til, að nauðsynlegt hafi verið talið að þeir Jón Ásgeir og Gunnar störfuðu áfram við fyrirtækin þar sem þeir þekki þar vel til mála og muni veita bönkum og tilsjónarmönnum ráðgjöf.

Svo mörg voru þau orð.

Mér leikur hugur á að vita hvaða "ráðgjöf" þessir menn geta veitt, reksturinn er ekki það burðugur, og hvernig skyldi nú staðan vera á vörulagernum hjá Bónus?

Jón Ásgeir lýsti því jú yfir síðastliðið haust að hann væri tilbúinn að fara að vinna á lyftara hjá Bónus ef þörf krefði. Hann fengi náttúrlega engar 3,4 milljónir í mánaðarkaup og þyrlunni gæti  hann bara gleymt.

Var kannski fullmannað á Bónuslagernum??

Þar til næst.

 

 


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Getur félag í greiðslustöðvun farið aftur á hausinn. Fjandi mega þessir gaurar vera magnaðir ef enginn annar getur tekið að sér að selja þessar tuskur.

Ragnhildur Kolka, 8.2.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband