9.2.2009 | 08:43
Stjórnendur Baugs sitja áfram í stjórnum helstu fyrirtækjanna.
Skilanefnd Landsbankans samdi við Jón Ásg. Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson, stjórnarformann
og forstjóra Baugs, um að þeir haldi stjórnarsætum sínum í verslunarkeðjunum House of Fraser, Iceland, Aurum og Hamleys, þrátt fyrir að gengið hafi verið að veðum í þessum fyrirtækjum.
Samkvæmt samkomulaginu mun Jón Ásgeir fá 3,3 milljónir í laun á mánuði fyrir stjórnarsetuna ásamt afnot af bifreið og þyrlu. Heimildarmaður fréttavefsins segir að stjórnarseta þeirra Jóns og Gunnars sé grundvallaratriði fyrir fyrirtækin. Þeir þekki reksturinn vel og muni hjálpa bönkunum og skilanefndunum í þeim erfiðu efnahagsaðstæðum sem nú ríkja.
Gamli Landsbankinn og Gamli Glitnir gengu að veðum í Baugi seinni partinn í síðustu viku. Þetta var gert í beinu framhaldi af því að óskað var eftir greiðslustöðvun fyrir Baug fyrir breskum dómsstólum. Ætlar þessi skrípaleikur aldrei að taka enda ?
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.