Bankastjórar víkja með nýjum lögum.

Davíð Oddsson svaraði ósk forsætisráðherra um afsögn úr starfi bankastjóra í gær. Hann segist aldrei hafa „hlaupist frá neinu verki" sem hann hefur tekið að sér og ætlar því að sitja áfram.

Davíð skýtur föstum skotum að Jóhönnu í svarbréfinu. Hann segir að upphafleg ósk hennar sem send var bréfleiðis „með lítt dulbúnum hótunum" einsdæmi hér á landi, og líklega um allan hinn vestræna heim. „Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil.

Davíð fer mikinn og víða í bréfinu. Hann gagnrýnir það hart að Baldur Guðlaugsson starfi ekki lengur sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann segir frumvarp að lögum um Seðlabankann, sem fer til afgreiðslu efnahags- og skattanefndar í dag, vera hrákasmíð og verði aldrei samþykkt óbreytt.

Hann segir jafnframt að það hafi verið stjórnsýsluleg afglöp þegar forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) var gert að fara. FME hafi verið stjórnlaust á viðkvæmasta tíma. „Af því hefur hlotist verulegur skaði", segir Davíð.

Hvernig var annars með Þjóðhagsstofnun?

Var hún lögð niður í  einhverju bræðikasti?

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband