Guð láti á gott vita.

InDefence hópurinn býður fram aðstoð sína í samningaviðræðum við Breta vegna Icesave deilunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum.

Þar segir að hópurinn fagni umræðum á Alþingi í gær um þá ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingum þann 8. október 2008. Þessi afdrifaríka aðför að íslensku samfélagi hafi komið Íslendingum gersamlega í opna skjöldu og breytti erfiðri stöðu í efnahagslegt hrun.

ÞSíðan um miðjan október 2008 hefur InDefence hópurinn unnið að því að vekja athygli erlendra stjórnvalda, innstæðueigenda og fjölmiðla á notkun breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum. InDefence hópurinn hefur líklega tekið á móti um fimmta tug fjölmiðla alls staðar að úr heiminum. Hópurinn hefur saknað upplýstrar umræðu um beitingu hryðjuverkalaganna á Alþingi og hefur undrast aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að því að verja hagsmuni þjóðarinnar í þessu mikilvæga máli. Þess má geta að svo virðist sem að íslensk stjórnvöld hafi ekki enn komið mótmælum á framfæri til breskra stjórnvalda, né sent afrit af slíkum mótmælum til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og NATO. Það vekur ennfremur furðu okkar að engar beinar viðræður hafi farið fram á milli forsætisráðherra Íslands og Bretlands síðan að hryðjuverkalögunum var beitt þann 8. október síðastliðinn.

Margt hefur sosum verið vitlausara gert.

Þar til næst.


mbl.is Bjóða fram aðstoð vegna Icesave deilunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hvílir fullmikill leyndarhjúpur yfir þessum InDefence-hópi til að maður sé tilbúinn að stökkva á vagninn. Hverjir eru þessir "um fimmta tug fjölmiðla alls staðar að úr heiminum" sem talað hefur verið við? Hvað var sagt og af hverjum? Er hópurinn ekki að falla í sömu gryfju og þeir (þú) ásaka Íslendinga um, þ.e. að fara með veggjum og leyna upplýsingum?

En það er rétt hjá þér að upplýst umræða hefur ekki farið hér fram um beitingu þessara hryðjuverkalaga. En það er nú því miður leið okkar Íslendinga. Okkur fellur betur að vera með gífuryrði og skítkast út í persónur, en að tala málefnalega um hlutina.

Ragnhildur Kolka, 19.2.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband