Bankastjóri refsar sér fyrir mistökin.

Stjórnarformaður bankans Bradford& Bingley í Bretlandi, Richard Pym, hefur ákveðið að borga sér ekki bónusa eins og tíðkast oft hjá stórfyrirtækjum. Þar með lækkar herra Pym launin sín úr 750 þúsund pundum niður í 350 þúsund pund. Þá hefur hann einnig stytt uppsagnarfrest sinn úr tveimur árum niður í einn dag. Að eigin sögn: svo hann verði ekki verðlaunaður fyrir að mistakast. ( Heimild Vísir þ.21.02.09, kl.10.01 )

Er ekki eitthvað þarna á ferðinni sem íslenskir bankastjórar, já og, aðrir yfirborgaðir aðilar í gjaldþrota þjóðfélagi gætu tekið sér til fyrirmyndar?

Hvað skyldu svo starfsmenn skilanefnda bankanna hafa í laun?.

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Ætli hann hafi í raun efni á þessari sýndarmennsku ?

Guðmundur Óli Scheving, 21.2.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er til eftirbreytni, svona ættu íslenskir bankamenn og ýmsir aðrir ofurlaunamenn að gera. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.2.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband