Kjaftháttur o.fl.

Ég var rétt í því þessu að hlusta á hádegisfréttirnar, og það eina sem ég vil segja er: Áfram Jóhanna!

Fylgdist reyndar með samtali við Láru Hönnu Einarsd. í gær þar sem hún talaði um áhyggjur, já og jafnvel hræðslu fólks um að koma fram undir nafni, þegar það vill tjá sig.

Ég hræðist þá þróun sem því miður virðist eiga sér stað í okkar pínulitla þjóðfélagi, ef fólki er ekki stætt á sínum skoðunum lengur, nema þá helst undir dulnefni.

Hvað er eiginlega að gerast?

Ég nýt þó þeirrar sérstöðu að geta  rifið kjaft undir fullu nafni, kannski vegna þess að ég er ekki flokksbundinn, ku rekast illa í hóp, og líka vegna þess að sem lítilsigldur karakter ( öryrki ) hef ég engu að tapa þó ég ybbi mig. Ég meina, ef bloggið mitt fer fyrir brjóstið á einhverjum?

So what?

Á kannski að reyta af mér örorkulifeyrinn? Það svarar ekki kostnaði.

Nóg um það.

Þar til næst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband