28.2.2009 | 22:26
Vaknið góðu, vaknið þið.
Það er ekki einleikið hversu mikil spilling getur þrifist í svo örlitlu samfélagi sem þvi íslenska. Það er sama í hvaða horn er litið, alls staðar blasir ósóminn við.
Mér leikur hugur á að vita, í hverra þágu starfa þessar eftirlitsstofnanir?
Ekki litla mannsins.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá bankahruninu en aðgerðir ( fyrrverandi ) ráðamanna hafa ekki verið í samræmi við alvarleika málsins.
Það er hægt að fela mikið á ekki lengri tíma.
Nú þurfa bankarnir að afskrifa sex þúsund milljarða!
Á sama tíma eru eðalvagnar að finnast hist og her í höfuðborginni, í eigu fólks, sem " tæknilega séð " er gjaldþrota.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála þó ég sé ekki ýkja bjartsýnn.
Þar til næst.
Tregða við upplýsingagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.