1.3.2009 | 10:39
Við stígum trylltan dans.
Breskir leigusalar gætu tapað á Mosaic.
Breskir leigusalar gætu þurft að sætta sig við að veita allverulegan afslátt af leiguverði í yfir 500 verslunum víða um Bretland í kjölfar greiðslustöðvunar Mosaic, sem er í 49% eigu Baugs.
Kaupþing sem lánaði Mosaic 400 milljón pund mun festa kaup á fjögur af stærsu merkjum keðjunnar strax en það eru Karen Millen, Coast, Oasis og Warehouse. Kaupin verða gerð í samvinnu við Derek Lovelock forstjóra Mosaic og aðra lykilstjórnendur sem munu eignast 5-10% í félaginu.
Ég verð að viðurkenna að ég er því feginn að vera ekki búsettur í Englandi þessa stundina.
Nú bjóðum við Tjallanum upp í dans - í kringum gullkálfinn-( lesist Baugur ) og svo er bara að sjá hver fær fyrstu verðlaun.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.