Öllu má nú nafn gefa.

Heiðarlegt uppgjör?

Stefnan brást ekki heldur fólk?

Sigurður Örn Ágústsson, formaður sérstakrar undirnefndar endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, segir hana ekki vera að kenna einstökum mönnum um það sem fór úrskeiðis við stjórn efnahagsmála. Margir hafi gert mistök, á mörgum stöðum.

Í sérstökum kafla um hagstjórn segir að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna.

Í skýrslunni kemur fram að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi ekki brugðist heldur fólk.

 Í drögunum kemur meðal annars fram að ekki hafi verið skýrt nægilega vel hvers vegna Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Hún hafi verið mikilvæg stofnun, hafi getað skoðað faglega ýmsa þætti íslensks efnahagslífs. „Það má vera að það hafi verið réttlætanlegt að leggja hana niður, en það er augljóst að það vantaði meira mótvægi við greiningardeildir bankanna.

Af hverju var Þjóðhagsstofnun lögð niður og hver átti ríkastan þátt í því?

Er ekki full seint um rassinn gripið þegar allt er komið í buxurnar?

Þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þá er aumingja maðurinn að segja það, að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið óhæfir. Jafnvel allir flokksmenn 

Kristbjörn Árnason, 1.3.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er farin að halda að sumar færslur séu bara skrifaðar til að koma einhverjum líkamsúrgangi inn í þær.

Það er ljóst að margir þættir stuðluðu að þessu skipbroti efnahagskerfisins. Lög landsins gera alltaf ráð fyrir að menn njóti vafans. En hvernig má það vera að öll athyglin beinist að þeim sem fóru að landslögum, gölluð sem þau eru. Á meðan þeir sem fullvíst er að brutu af sér, þá á ég við þá sem tóku ákvarðanirnar í bankakerfinu, eru meðhöndlaðir eins og hinir ósnertanlegu. Hvenær á að hreinsa út úr þeim hænsnakofa.

Á vald peninganna að stjórna hér öllu um ókomna tíð..

Ragnhildur Kolka, 1.3.2009 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Það er ánægjulegt að meinvörpin er að breiðast út innafrá grasrótinni í þessum auma frjálshyggjuflokki

Guðmundur Óli Scheving, 1.3.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ragnhildur mín kæra. Ef orðbragð mitt fer fyrir brjóstið á þér þá biðst ég afsökunar, en ég hef ekki hugsað mér að breyta því. Þegar þú talar um bankakerfið þá vil ég benda þér á málsgrein mína sem byrjar:Í sérstökum kafla um hagstj....stjórnvöld OG Seðlabanki brugðust of seint við...

Ég vona að þetta hafi nú komist til skila. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 1.3.2009 kl. 23:12

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það skyldi þó ekki vera að myndmál velji menn úr því sem þeir þekkja best.

Ragnhildur Kolka, 2.3.2009 kl. 14:23

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ok. Ragnhildur mín. Ég er búinn að breyta færslunni ögn, en ekki búast við neinum stökkbreytingum hjá mér á næstunni.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 3.3.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband