6.3.2009 | 00:53
Að aka seglum eftir vindi.
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist samvinnuhugsjónin hafa dáið út með forfeðrum okkar. Já, hér áður fyrr höfðu Framsóknarmenn hugsjón en sú hugsjón var ekki fólgin í því að "snapa sér stól."
En tímarnir breytast og mennirnir með, í þessu tilfelli, því miður.
Það má í rauninni segja að ég hafi fæðst inn í Samvinnuhreyfinguna og á mínum yngri árum var ég stoltur af því!
En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnun stefnir allt í vinstri stjórn og ég hef fulla trú á að enn eigi eftir að bætast vindur í seglin. Og þá liggur beinast við að Framsóknarflokkurinn verði í stjórnarandstöðu, þ. e. ef eitthvað verður eftir af honum.
Þar til næst.
Vill vera í vinstri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get tekið undir allt hjá þér hérna Þráinn. Þeir fá vonandi frí þessir fuglar, hvað sem leppnum hans Finns og félaga finnst um það.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.3.2009 kl. 06:48
Samvinnuhugssjónin lifir góðu lífi hjá vinstri mönnum.
Kristbjörn Árnason, 6.3.2009 kl. 06:55
Ég lít nú ekki svo á, að þeir leppar Finnur, Ólafur, Gunnlaugur, Halldór o.m.fl. hafi nokkurntíma verið samvinnumenn
Kristbjörn Árnason, 6.3.2009 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.