11.3.2009 | 05:51
Þarf að leggja fram tryggingu.
Farbanni yfir Viggó Þór Þórissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna, fellur úr gildi í kjölfar dóms Hæstaréttar í gær. Til að svo verði þarf Viggó þó að leggja fram 10 milljóna króna tryggingu.
Farbannið er það lengsta hingað til hér á landi. Viggó hefur verið í farbanni frá 13. apríl 2007, eða í samtals tæplega 23 mánuði. Viggó er grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausar ábyrgðaryfirlýsingar að upphæð um 200 milljóna bandaríkjadala, sem samsvarar um 22 milljarða króna. - bj.
Tuttugu og þriggja mánaða farbann og enn er hann bara "grunaður".
Mér dettur helst í hug að hér hafi einhver svikist um að vinna verkin sín.
En Ok. Þetta eru bara skitnir 22 milljarðar.
Hvernig var það annars með konuna sem var handtekin fyrir að nappa einni áfengisflösku hér á dögunum?
Fékk hún sekt eða fangelsisdóm?
Þar til næst.
Athugasemdir
Það er einkar mikilvægt að dómstólar vinni nú hratt og örugglega við að komast til botns á hvernig stóð á hruninu. Ég treysti þeim vel til verksins og trúi að á næsta ári muni réttarhöldunum yfir fjárglæframönnum ljúka og meginhluti fjármuna þjóðarinnar endurheimtur.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 17:47
Ég tek undir það sem þú segir og vona svo sannarlega að það rætist. Maður er orðinn svolítið langeygur eftir árangri. Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 15.3.2009 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.