Eva Joly: Bankaleynd íslensku bankanna fáránleg.

Eva sagði að yfirgnæfandi líkur væru á að stjórnendur bankanna hefðu gerst brotlegir við lög. Rannsóknin hljóti að beinast fyrst og fremst að þeim.

Eva taldi einnig líklegt að reglur hefðu verið brotnar þegar íslenskir aðilar stofnuðu félög á skattaparadísinni Tortola.

Hún sagði einnig að það væri fáránlegt að bankaleynd hvíli ennþá yfir íslensku bönkunum.

Er nú ekki kominn tími til að hlusta á konuna?

Eða er spillingin svo víðtæk að menn þori ekki að taka á málunum?

Heldur feluleikurinn áfram?

Íslenska þjóðin er löngu búin að fá nóg, nú er ekkert sem heitir.

Eitthvað verður að fara að gerast!

Þar til næst.

 



 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég verð bara að viðurkenna fyrir þér, að ég táraðist þegar ég hlustaði á þetta samtal í norska sjónvarpinu.

Kristbjörn Árnason, 15.3.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þú varst ekki einn um það. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 15.3.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband