15.3.2009 | 15:12
Hófsamar arðgreiðslur???
Arðgreiðsla HB Granda telst á alla mælikvarða afar hófsöm ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum, segir í yfirlýsingu sem stjórnarformaður og forstjóri HB Granda sendur frá sér.
ljósi góðrar afkomu leggur stjórn HB til að greiddur verði 8% arður til hluthafa. Hagnaður af rekstri HB Granda árið 2008 nam 16 milljónum evra eða tæplega 2,3 milljörðum króna. 8% arður nemur því 184 milljónum króna.
Hvað með launahækkanirnar sem kom áttu 1. mars?
Myndu þær ekki teljast afar hófsamar á alla mælikvarða?
Svo kemur hellingur af bulli og blaðri sem enginn heilvita maður tekur mark á........
Þá segir ennfremur að félagið fagni því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda sé efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri.
Það liggur við að ég klökkni.
Hvað varð um heiðarleikann, samhygðina, siðferðið?
Auðvitað er ánægjulegt að hafa getað haldið uppi fullri vinnu hist og her, en slíkt gerist eingöngu með góðu starfsfólki sem nú hefur verið snuðað um launahækkunina sem átti að taka gildi 1. mars sl.
Hverjar voru forsendurnar fyrir slíku?
Var kannski ekki nóg afgangs undir rassinn á háæruverðugum (?) hluthöfum?
Það er augljóst að þessir menn kunna ekki að skammast sín., svo afgerandi er siðblindan.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.