17.3.2009 | 22:49
Birtir auglýsingu til að krefjast peninga frá Singer & Friedlander.
Staðarblaðið Manchester Evening News hefur sett af stað herferð til þess að krefjast þess að Christie spítalinn fái endurgreiddar 6,5 milljónir punda, eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna, sem tapaðist þegar að Singer & Friedlander banki Kaupþings féll í október.
Gordon Brown forsætisráðherra Breta var spurður út í herferðina á föstudaginn. Ég mun skoða þetta mjög vandlega. Ég myndi vilja að íslensk yfirvöld gætu greitt til baka peningana. Við erum í samningaviðræðum við þá um það," sagði Gordon Brown.
Af hverju eiga íslensk stjórnvöld að borga brúsann?
Var ekki S & F bankinn í einkaeign?
Á að bæta einni skuldinni enn á, nú þegar, slignar og slitnar herðar hins íslenska almúga?
Þar til næst.
Athugasemdir
Það er nú ekki verra fyrir Gordon B. að geta notað Ísland sem blóraböggul, þó að fæstir heima hjá honum séu að kaupa þetta.
Hins vegar hefðu ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki getað afstýrt því, að við lentum í þessarri ömurlegu aðstöðu, með svona hérumbil einu pennastriki -og smápening. Ef ráð hefði verið í tíma tekið, búið var að benda þeim á og stóð þeim til boða.
"Perhaps they should have..."
Ráð- dáð- og aðgerðarleysi þeirra aðila hér, korter í hrun, var með þvílíkum ólíkindum að orðið sjálfseyðingahvöt á þar best við.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 00:55
Gordon Brown getur sjálfum sér um kennt, vegna hryðjuverkalaganna sem hann beitti á okkur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2009 kl. 01:01
Ef ég hefði efni á að ferðast til Englands þá fengi Gordon Brown nokkur skópör í hausinn.Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 18.3.2009 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.