Á ekki við um mig segir Þorgerður.

Þrír einstaklingar sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, nefndi í Fréttablaðinu í gær vegna leka á trúnaðargögnum úr Kaupþingi, vilja ekki kannast við að vera fórnarlömb slíks trúnaðarbrests.

„Þetta er að minnsta kosti ekki rétt gagnvart mér," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri vefritsins Pressunnar og fyrrverandi ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, segist ekkert vilja tjá sig um fullyrðingar Sigurðar. Fjallað hefur verið í fjölmiðlum um málefni Caramba sem er fjárfestingarfélag Björns Inga og eiginkonu hans. Félagið átti hlutabréf í Existu, aðaleiganda Kaupþings.

Einnig hefur verið rætt um fjárhag Lúðvíks Bergvinssonar, formanns þingflokks Samfylkingarinnar. „Ég hef aldrei átt viðskipti við Kaupþing. Umræða af þessum toga hlýtur að undirstrika að rannsókn á þessu bankahruni verði hraðað," segir Lúðvík.

Þá ætti þetta að vera á hreinu.

Þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir hef ég mikla trú á Þorgerði Katrínu. Þar er á ferðinni kona sem ekki er þekkt fyrir að fara með fleipur.

Ég þekki ekkert til Lúðvíks Bergvinssonar, en þar sem hann kannast ekki við að hafa átt viðskipti við Kaupþing hlýt ég að trúa honum, þar til og ef, annað kemur í ljós.

Björn Ingi neitar að tjá sig.

Gott og vel.

Nú sjáum við til.

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband