.......og það varð ljós.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa frétt. Betra er seint en aldrei.

Það sem reyndar fer fyrir brjóstið á mér er fj...... stoltið og rembingurinn ( og kannski feluleikurinn ) í okkur Íslendingum að halda að við gætum leyst þessi mál sjálfir.

O nei. Það þurfti erlendan sérfræðing til að opna augu okkar.

Ég gleðst yfir hverri frétt af Evu Joly og nú er hún væntanleg til landsins á morgun!

Ef ég væri staddur á Rvk. svæðinu þá myndi ég færa henni blómvönd en vonandi fær einhver annar þá sömu hugmynd.

Þar til næst.

 


mbl.is Saksóknari fær 16 fastráðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Amen....þetta hef ég alltaf sagt um hrokann í landanum..

TARA, 24.3.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta hefur ekkert með hroka landsmanna að gera, Jökull. Það var Jóhanna stýra sem tímdi ekki að sjá af krónunum í saksóknarann þegar frumvarpið fór í gegn. Hún stóð gegn fjárveitingunni. Nú koma boð að ofan (frá Norge) og þá eru allt í einu til nógir peningar.

Ef Joly leggur til góð ráð þá er það vel, en það var alltaf vitað að það þyrftu að koma útledir sérfræðingar að þessu verki. Ég myndi bíða með að koma í bæinn þangað til þú sér árangur.

Það lýsir fj..... minnimátarkennd að stökkva alltaf til þegar nýr "bjargvættur" birtist á sjóndeildarhringnum.

Ragnhildur Kolka, 24.3.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ragnhildur mín kæra . Bæjarferð er nú ekki á döfinni hjá mér, að sinni, og hvað snertir rembinginn í okkur Íslendingum þá þarf ekki annað en að benda á fiskveiðistefnuna hjá okkur og bera saman við Færeyinga, þar sem ég þekki mætavel til, en við höfum þá áráttu að telja okkur mesta og besta í einu og öllu. Þar er af nógu að taka því miður.

Ég tel það bera vott um skynsemi að viðurkenna að við ráðum ekki sjálfir við að uppræta rótgróna spillinguna í ísl. samfélaginu sem virðist jafn lífseig og fjandans njólinn í garðinum hjá mér. Bjargvættur er Eva svo sannarlega og reyndar sá eini- enn sem komið er.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 25.3.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband