Jón eða séra Jón.

Fyrir ekki svo löngu síðan var maður einn dæmdur í 1 mán. skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað á einu bréfi af skinku og Gillette rakvél & raksápu, samtals að verðmæti 1.484 kr. Hann var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.

Hafi ég reiknað dæmið rétt þá hefur eigandinn, framkvæmdastjórinn, stjórnarformaðurinn og guð má vita hvað,  nappað 11.872.kr.

Mér finnst nú vera talsverður munur á tæpum tuttugu milljónum og einhverjum vasapeningum, illa fengnum eður ei.

Þar fyrir utan var svo félagið hans úrskurðað gjaldþrota.

Átta mánuðir, skilorðsbundið, fyrir stuld á tæpum tuttugu milljónum.

Á þetta að vera einhver kómedía?

1. Apríl er ekki runninn upp.

Er þetta íslensk réttvísi??

Hvað er í gangi?

Oft hefur verið sagt ,svo ég taki mér í munn gamla klisju, að réttvísin sé blind og upphaflega var þetta meint í jákvæðum tilgangi.

Þessi dómsúrskurður virðist mér gefa til kynna að meira sé að en bara blinda.

Miklu meira.

Það kemur all skýrt fram í greininni að hvítflibbakauðinn hefur bókstaflega labbað út með lagerinn og í ofanálag þá læsti hann ekki einu sinni á eftir sér.

Hann fær ekki einu sinni að skreppa í smá afslöppun á "Hótel Bryggju."

Mér leikur hugur á að vita hvað haft var til hliðsjónar þegar þessir tveir dómsúrskurðir  voru kveðnir upp.

Varla hefur það verið klæðaburður þeirra tvímenninga, eða hvað?

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Skilorð fyrir skilasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband