Segir forseta Alþingis taka við fyrirmælum frá Jóhönnu.

Alveg er það með ólíkindum hvað Björn litli Bjarna getur rifið stóran kjaft.

Nú er áróðursmaskína íhaldsins komin í fullan gang sem sést best á því að varla er hægt að kíkja á bloggsíður lengur án þess að vera kaffærður með alls kyns áróðri.

Allt er tínt til.

Mér finnst þó skjóta skökku við að hvergi er minnst á brennivínsfrumvarpið fræga sem barst á góma strax í upphafi árs.

Hverjir voru þar að verki?

Er svo verið að tala um að ríkisstjórnin sé að sóa tímanum?

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég var nú að enda við að opna blogg.is og mín upplifun var greinilega ekki sú sama og þín. Af Vinsælum bloggum vor 2 þekktir sjálfstæðismenn að blogga. Hinir 6 blogga reglulega gegn Sjálfstæðisflokknum.

Af nýjum bloggum var einn greinilega fylgjandi Sjálfstæðisflokknum, hinir 17 voru annað hvort að fríka út með sín (mis)áhugaverðu einkamál eða eins og þú að beita sér gegn Sjálfstæðisflokknum.

Þessa dagana er misnotaðasta orðið í umræðunni "lýðræði". Allir heimta lýðræði, sem virðist í hugum manna merkja það sama og að þeir fái allar sínar óskir uppfylltar. Ábyrgðin skal þó liggja hjá einhverjum öðrum.

Nú nýta 26 þingmenn af 63 sér rétt sinn til að halda fram skoðun um mál sem er ekki bara þeim, heldur líka þjóðinni, mikilvægt og þá má allt í einu svipta þá bæði málfrelsi og skoðanafrelsi. Gagnrýnin á málflutning þessara þingmanna er að færast ískyggilega nálægt hugmyndum Orwell í 1984. Og þú ert að bergmála totalitarianismann sem þar réði ríkjum. 

Ég er hins vegar sammála þér um brennivínsmálið, Jökull, en ekki af því að ég sé á móti því að vín sé tekið úr einokunarsölu ríkisins, því það er ég ekki. Heldur vegna þess að fari salan inn í matvöruverslanirnar þá mun úrvalið minnka. Matvöruverslunin mun fljótlega snitta úrvalið niður í það sem mest selst og það er örugglega ekki það sem mínum bragðlaukum hugnast best.

Ragnhildur Kolka, 4.4.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þú nefnir þarna blogg.is og þar hefur þú rétt fyrir þér. Ég les hins vegar bókstaflega öll möguleg blogg og svo náttúrlega fréttir þannig að útkoman er ögn frábrugðin. Svo beiti ég mér gegn-eða gogga í- ekki bara Sjálfst.flokkinn, heldur alla flokka ef ég rekst á e-ð sem mér misbýður.Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 6.4.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband