FL Group styrkti Sjálfstæðisflokk um þrjátíu milljónir.

FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar.

Rifja má upp að Davíð líkti FL Group meðal annars við bandaríska stórfyrirtækið Enron og fjármálahneykslið í kringum það á sínum tíma - og nefndi félagið Flenron. Því má jafnframt halda til haga að Baugur var á þessum tíma í hópi helstu hluthafa í FL Group.

Svo virðist sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki vitað af styrknum en fyrrum fjármálaráðherrann, Árni M. Mathíesen, segist enga hugmynd hafa haft um styrkinn til flokksins. Þeir heyrðu eingöngu um hann í fréttum Stöðvar 2.

Löglegt? Sennilega.

Siðlaust? Örugglega.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband