...en áfram héldu þeir þó...

Ragnhildur mín kæra. Burtséð frá þeirri staðreynd að eyrun á mér eru ekki lengri en á meðal asna þá er ég að vitna í orð Geirs Haarde þar sem hann lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekkert að fela.

Úr því þú nefnir árið 2006 þá verð ég að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa flutt aftur til Íslands árið 2001 þá hef ég verið með annan fótinn, meir og minna í nágrannalandinu, þar sem dökkhærður og brúneygður, sextán ára pjakkur togar í mig, og hef þar afleiðandi ekki getað fylgst með þessu svokallaða  REI máli sem mér finnst reyndar ekki skipta máli.

Það sem mér finnst skipta máli er að þegar upplýsingar um þessa ofurstyrki bárust fyrir eyru almennings þá sóru allir frammámenn Sjálfstæðisflokksins af sér skömmina.

Nú hinsvegar liggur við að þeir komi á færibandi og allt að því grátbiðji um að fá að axla ábyrgð.

Hvaða fjandans ábyrgð?

Hvað veldur þessum sinnaskiptum?

Er einhver að bjarga annars skinni?

Það læðast að mér margar áleitnar spurningar.

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband