Falleg orð...

En hvað annað?

Það eru jú kosningar framundan.

Og að tala um 20 þúsund störf. Það koma cirka 5,200 manns inn á vinnumarkaðinn ár hvert.

Gleymdi íhaldið þessum hóp?

Spyr sá sem ekki veit.

Svo er talað um að borga skuldir. Við getum það aldrei.

Ég legg til að við tökum upp Argentínuaðferðina( hef reyndar gert það áður, en það hlustar enginn )

og bjóðum lánardrottnum okkar þrjátíu af hundraði.

Þá geta fjárglæframennirnir haldið áfram af fullum krafti því það er nú með þá eins og fjandans njólann í garðinum hjá mér, ódrepandi helvíti.

Þar til næst.


mbl.is Efling atvinnulífs gegn fjármálakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þeir hafa ráðið Houdini til að töfra fram 20.000 ný störf. hann ku eiga svo góðan pípuhatt. verst að Houdini er horfinn til feðra sinna, rétt eins og fylgi FLokksins virðist á góðri leið með að gera.

Brjánn Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hvað skyldi íhaldið töfra upp úr hattinum núna? Fleiri styrki kannski ? Það skyldi þó aldrei vera að þeir lumuðu á einhverjum milljónum í viðbót.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 21.4.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég er búinn að skoða þessar tillögur gaumgæfilega. Þær eru óframkvæmanlegar og stangast hver á við aðra. Það vantar ansi mikið í þessar hugmyndir, se er alltfjármagnið se í þær vantar.

Það er ekki bæði hægt að lækka skatta og að aukaríkisstyrki til fyrirtækja.

Kristbjörn Árnason, 21.4.2009 kl. 23:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir öll samskiptin, Þráinn minn Jökull!

Þorsteinn Briem, 23.4.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband