24.4.2009 | 11:51
Kosningar og póstkassarusl.
Það er einstaklega ánægjulegt að fá ókeypis pappír til að tendra í kamínunni og sumt af því meira að segja í lit.
Ég er ákaflega þakklátur fyrir það.
Það verður þó að segjast eins og er að jafn forvitinn og ég er þá má ég til að kíkja ögn á myndirnar áður en þær hverfa í hinum eilífu eldum jafnvel þó þetta sé að mestu sama tjaran.
Ég hjó eftir einu, hann Guðmundur Steingrímsson okkar með frumburðinn i fanginu.
Svo hugljúft ,svo fallegt.
En hver trúir því að maður sem siglir óðfluga í áttina að miðjum aldri haldi á frumburðinum?
Ég meina, hvað var drengurinn að gera öll skólaárin?
Lagði hann kannski ( einsmanns ) kapal?
Það læðast að mér margar hugsanir.
Var ekki strákurinn í Samfylkingunni til skamms tíma?
Ég er frekar lítið fyrir svona flokkaflakk ,hver sem svo tilgangurinn kann að vera.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.