Það skyldi þó aldrei vera...

...að þeir hafi bara ákveðið að yfirgefa skerið?

Það er ekkert einsdæmi og þá sérstaklega í ljósi efnahagsástandsins hérlendis.

Menn hafa verið dæmdir í farbann hér -sem að mínu mati er álíka gáfulegt og að biðja fjandans minkinn að hinkra meðan ég næ í hólkarann til að skjóta hann.

En sjálfsbjargarviðleitnin lætur ekki að sér hæða.

Menn bíða ekki.

Hvað varðar lýsinguna frá lögreglunni, þ.e. "útlendingslegir" á að líta, ja, þá hef ég ákveðið að hafa hægt um mig á næstunni.

Ég er nebbnilega í "áhættuhópnum", þ.e. ég er dökkur ( MJÖG dökkur! ) á brún og brá þannig að ég er sem sagt, samkv. upplýsingum frá lögreglu, "útlendingslegur" á að líta.

Hvers á ég að gjalda?

Þar til næst.

 


mbl.is Þriggja þjófa enn leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband