2.5.2009 | 21:40
Ekki benda á mig...
Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar sem er í eigu hins ríkisrekna Íslandsbanka, ákvað að fyrirtækið keypti nýlega LandCruiser 120 bifreið fyrir hann af Helgarfellsbyggingum þar sem Hannes vann áður.
Hannes segist ekki muna í svipinn hvað bíllinn kostaði, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er viðmiðunarverð á slíkum bíl um 5 milljónir króna.
Í sama mánuði og gengið var frá kaupum Steypustöðvarinnar á bílnum var 16 manns sagt upp hjá Steypustöðinni í hagræðingarskyni.
"Ég harma að þessi hluti starfskjara minna sér gerður tortryggilegur enda vandséð að hann sé umfram það sem eðlilegt getur talist hjá sambærilegum fyrirtækjum," segir Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar.
Undarleg þessi árátta að miða við "sambærileg fyrirtæki" á sama tíma og allt er á hausnum.
Í framhaldi af því þætti mér fróðlegt að vita: Hefði ekki verið hægt að komast af með ódýrari bíl?
Þar til næst.
Athugasemdir
Kristbjörn Árnason, 3.5.2009 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.