Kattadrápið.

Kötturinn Carras var skotinn af færi á þriðjudagskvöldinu af meindýraeyði á Húsavík. Ástæðan var sú að nú stendur yfir átak þar sem reynt er að losa bæinn við lausagöngu katta.

Hvað hefur köttur í "lausagöngu" með það að gera þó svo heimilisfressið ákveði að bregða undir sig betri fótunum, á fallegu vorkvöldi og kíkja kannski á hitt kynið, þrælmerktur og jafnvel geldur?

Kettir eru jú félagsverur og þó svo sé kannski búið að fjarlægja fjölskyldufjársjóðinn þá hverfur félagslöngunin ekki.

Hún verður ekki skorin burt.

Sei sei nei.

En hvað gerist?

Carras kallanginn er bara dritaður niður í miðjum spássitúr.

Er Húsavík að breytast í Willta Westrið?

Spyr sá sem ekki veit.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húsvíkingar urðu heimsfrægir á Íslandi fyrir nokkrum árum þegar maður gekk undir manns hönd að réttlæta nauðgun af því að nauðgarinn var af góðum ættum en þolanda var gert ólíft í bæjarfélaginu og flúði. - Já þeir eru spes.

Kolla (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hmmm, já ég tek undir þetta, slysaðist til að búa þar um tíma.

Best að hafa ekki fleiri orð um það. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 8.5.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband