Skilanefnd skellir skuldinni á starfsmenn sína.

Lárus Finnbogason var ekkert inni í þessu máli," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, spurður út í fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum í Byr til Reykjavík Invest en Lárus Finnbogason formaður skilanefndarinnar er endurskoðandi félagsins.

Salan á bréfunum var tilkynnt á stjórnarfundi hjá Byr síðastliðinn föstudag en skilanefndin ákvað á fundi í gær að ekkert yrði af henni.

Lárus vék af þeim fundi vegna tengsla sinna við Reykjavík Invest að sögn Páls. Hann segir að starfsmenn nefndarinnar hafi gengið of langt.

Aðspurður hvenær fundurinn var haldinn svarar Páll því að hann hafi verið haldinn síðdegis. Spurður hvenær síðdegis þá vildi Páll ekki svara því. Þegar blaðamaður spurði hvort fundurinn hafi átt sér stað fyrir fréttir Stöðvar 2 svarar Páll: „Ég staðfesti ekki hvenær þessi fundur var haldinn.

Veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gerir?

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skilanefnd Landsbankans virðist vera sjálfstætt afl án tengsla við veruleikann. Gerðu þeir ekki formann skilanefndar að bankastjóra og nú spilar nýi formaðurinn frítt spil. Það er dálítið lúðalegt að kenna starfsmönnum á góllfi um klúðrið.

Minnir á hvernig Örnólfur forsetaritari fékk að taka skellinn í orðuskandalnum mikla um daginn.

Ragnhildur Kolka, 12.5.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband