12.5.2009 | 20:54
400 þúsund króna ríkisstjórnarfundur.
So what?
Í ljósi þess ástands sem ríkti hér í átján ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarmaddömunnar, þ.e. bruðl og fjármálafyllerí, þá er þessi tala þvílíkir smápeningar að ég get ekki ímyndað mér annað en að "útrásargreifarnir" hefðu roðnað af skömm að nefna slíka smánarupphæð.
En... eins og landanum einum er lagið þá er allt tínt til. Eitt örlítið mismæli verður að úlfalda í meðferð alltof margra fjölmiðlamanna.
Ég gladdist þegar sú ákvörðun var tekin að fyrsti stjórnarfundur nýju ríkisstjórnarinnar yrði haldinn á landsbyggðinni.
Það kannski opnar augu Reykvíkinga að landið er meira en " Stór Reykjavíkursvæðið.
Og vonandi fer enginn að vola út af þessum fjögur hundruð þúsundum.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.