14.5.2009 | 03:54
Af hverju...
...þurfum við að borga skuldir einhverra fjárglæframanna?
Þegar ég ligg andvaka ( sem gerist af og til ), þá læðast að mér alls kyns hugsanir.
Af hverju þurfum við, óbreyttur almúginn, að borga Ice save reikningana þegar það voru örfáir stjórnendur Landsbankans sem stofnuðu þessa reikninga?
Af hverju er ekki búið að hneppa þessa menn á bak við lás og slá?
Af hverju hafa verið afskrifuð lán hjá fyrirtækjum en ekki einstaklingum?
Af hverju fá ekki stofnfjáreigendur Sparisjóðsins Byr ekki skýringu á því hvernig það gat atvikast að tíu einstaklingar voru ábyrgir fyrir 75% af öllum afskrifuðum útlánum sparisjóðsins sem gera"aðeins 18 milljarða" en fá engin svör vegna bankaleyndar?
Bankaleynd???
Er ekki kominn tími til að aflétta bankaleyndinni svo hægt verði að ná í skottið á þessum fámenna hóp sem setti Ísland á hausinn?
Nú, ofan á allan óþverrann berast oss fréttir af eiginkonum nokkurra útrásargreifanna þar sem þær velta sér upp úr vellystingum í Oman.
Í gær fengust þær upplýsingar frá Chedi hótelinu ( 5* hótel ) að von væri á hópnum í dag, en í dag kannaðist enginn starfsmaður við slíkt. Eðlilega, menn vilja ekki missa spón úr aski sínum eða jafnvel vinnuna.
Í samtali við DV í gær sagðist Guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs Guðmundssonar, aðspurð hvort hún væri á leiðinni til Óman, ekki vilja ræða það við blaðamann. Veistu, að ég vil ekkert ræða um mín einkamál, þannig að ég verð bara að fá að kveðja þig.
Upplýsingarnar frá hótelinu benda til að hópurinn hafi annaðhvort afpantað hótelherbergin eða gefið þau fyrirmæli til starfsmanna hótelsins að gefa engar upplýsingar um veru hans á hótelinu.
Hver borgar brúsann?
Þar til næst.
Athugasemdir
Frábært að sjá loksins mynd af þér á blogginu. Hvað varð um myndirnar sem ég tók af þér? Voru þær ekki nógu góðar????? Spillingin grasserar allsstaðar í þjóðfélaginu, það hefur ekkert lagast.. Þrátt fyrir búsáhaldabyltinguna og kosningarnar. Sama spillingar liðið situr að völdum...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.5.2009 kl. 01:52
Sóðaskapurinn lifir enn góðu lífi í samfylkingu sem hefur góð tengsl við útrásarvíkinganna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.5.2009 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.