Uppsögnin kostar fimmtán milljónir hið minnsta.

Já, hvað annað.

Uppsögn Þorgeirs Eyjólfssonar á starfi forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna kostar sjóðinn fimmtán milljónir hið minnsta. Það tekur mánaðarlífeyrisgreiðslu 800 láglaunamanna að greiða fyrir starfslok hans.

Þorgeir var með um 30 milljónir króna í laun sem forstjóri sjóðsins á síðasta ári og hafði auk þess til umráða Cadilac  lúxusjeppa sem kostar lífeyrissjóðinn um 300 þúsund krónur á mánuði.

Þess má geta að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði tugum milljarða króna á síðasta starfsári Þorgeirs.

Það vantar bara gullúrið fyrir vel unnin störf.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi með gullúrið er bara nokkuð góður.

Ragnhildur Kolka, 15.5.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband