29.5.2009 | 07:59
Loksins...
...kom að því!
Þetta er fagnaðarefni fyrir smábátaeigendur og einnig fyrir litlu byggðirnar sem oftar en ekki hafa átt allt sitt undir sjósókninni t.d. Flateyri, Súðavík og svo mætti lengi telja.
En nú reka kvótagreifarnir upp ramakvein.
Eðlilega.
Þeir eru jú að missa spón úr aski sínum.
Eftir að hafa blóðmjólkað þjóðina á þriðja áratug, verslað með kvótann eins og væri hann þeirra einkaeign, þó landslögin segi allt annað, velt sér upp úr vellystingum á kostnað þeirra sem hreinlega neyddust til að leigja kvótann frá þeim, þá er loksins komið að skuldadögum.
Guði sé lof.
Ég hef margoft lagt fram þá tillögu að færeyska aðferðin yrði tekin upp, sem hver einasti sjómaður ætti að kannast við, en... því miður , við þurfum alltaf að fara sér íslenska leið, sem hver sæmilega skynsamur maður sér, gerir engum gagn nema þeim sem hafa stolið fiskinum úr sjónum og jafnvel veðsett óveiddan afla.
Leyfum þeim að grenja!
Þar til næst.
Lengi barist fyrir frelsi til að veiða á handfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
fagnaðar efni fyrir þá sem hafa selt allan kvótann frá sér og vilja fá meira gefins. fyrir þá sem eru að vinna í greininni þá geta þeir ekki nýtt sér þetta.
Fannar frá Rifi, 29.5.2009 kl. 09:43
Fannar minn góði, ég er þess fullviss að þeir sem hafa verslað mest koma ekki til með að njóta góðs af breyttu fyrirkomulagi. Ég persónulega þekki "kvótagreifa" hér í byggðinni (sem reyndar er rétt hjá þér), t.d. einn sem seldi kvótann+bátinn.
Það eru engar líkur á því að hann fái meir. Sem betur fer.
Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 29.5.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.