Lilja Mósesdóttir sat hjá við aðra umræðu.

Athygli vakti að Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, studdi ekki skattahækkanafrumvörp ríkisstjórnarinnar við aðra umræðu í gærkvöldi. Þetta gerði Lilja til að knýja á um að málið yrði ekki afgreitt án þess að upplýsingar lægju fyrir um áhrif hækkananna á ýmsa bótaflokka ríkissjóðs og varð þetta til þess að fulltrúar fjármálaráðuneytis voru ræstir út með hraði.

Lilja studdi málið að lokum við þriðju og síðustu atkvæðagreiðslu en hjáseta hennar við aðra atkvæðagreiðslu vakti upp spurningar. Þannig sáu aðrir þingmenn hvar Steingrímur J. Sigfússon fjárrmálaráðherra og formaður Vinstri grænna tók Lilju afsíðis og virtist mönnum sem hann væri að tukta hana til fyrir uppreisnina.

Lilja segir svo ekki hafa verið heldur hafi hann viljað fá útskýringar á afstöðu hennar.

Lilja telur sem hagfræðingur að nauðsynlegt sé að fyrir liggi upplýsingar um hvaða áhrif aðgerðirnar hafi á ýmsa bótaflokka ríkissjóðs, svo sem hvort þær leiði til hækkunar á persónuafslætti.

Kveðst Lilja vilja hafa slíka hluti skýra.

Í stuttu máli sagt þá er Lilja Mósesdóttir að mínu mati ein sú heilsteyptasta og vandaðasta kona sem hefur sest á þing.

Voru þær þó ófáar fyrir.

Daman lætur engan vaða oní sig og setur fram sínar skoðanir á kurteisan og einlægan hátt.

Mikið vildi ég að, þó ekki væri nema brot af gamla genginu, tæki hana sér til fyrirmyndar.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband