Fyrrum ráðherra víkur vegna útgjaldahneykslisins.

Elliot Morley, fyrrum landbúnaðarráðherra Bretlands, segir að það hafi verið mistök hjá sér að láta breska þingið greiða af húsnæðisláni hans eftir að lánið var að fullu greitt upp.

Hann hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri en hann hefur setið á þingi um árabil fyrir Verkamannaflokkinn.

Breskir fjölmiðlar með Lundúnablaðið Telegraph í broddi fylkingar hafa síðustu vikur birt greinaröð um vafasamar endurgreiðslur til þingamanna úr öllum flokkum á breska þinginu. Þar hefur komið fram að þingmenn hafi sumir teygt reglurnar til hins ýtrasta meðan aðrir þingmenn eru grunaðir um lögbrot.

Hvað skyldi nú þurfa til að vanhæfir íslenskir stjórnmálamenn segðu af sér???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jóhanna Sigurðardóttir er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og þó er hún fullkomlega vanhæf að takast á við vandann sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þessar vinsældir segja allt sem segja þarf um kjósendur þessa lands. 

Kjósendur fá það sem þeir eiga skilið.

Ragnhildur Kolka, 31.5.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband