10.6.2009 | 22:11
Áfram með smjörið!
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara sem rannsakar bankahrunið frá í haust, segir rannsóknina eitt mikilvægasta rannsóknarmál í allri Evrópu um þessar mundir. Ekki sé hægt að komast áfram í því ef ekki verða lagðar frekari fjárveitingar til þess.
Hún segir einnig að það sé rangt að einblína of mikið á kostnað vegna rannsóknarinnar því ef hún muni bera árangur þá verði hægt að sækja fjármuni sem hafi verið faldir, stolið eða komið undan með öðrum hætti. Þannig myndi rannsóknin skila aftur þeim kostnaði sem við hana yrði, og gott betur til.
Ætla ráðamenn aldrei að vakna af Þyrnirósarsvefninum?
Seinagangurinn sem átt hefur sér stað í þessu máli er óútskýranlegur og óafsakanlegur.
Hverjum er verið að hlífa?
Hvað er verið að fela?
Þar til næst.
Ein mikilvægasta rannsóknin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.