Réttindi ríkisstarfsmanna og annarra.

Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason, sem áður voru ráðuneytisstjórar í fjármála- og forsætisráðuneytinu, neituðu að hætta störfum af sjálfsdáðum eftir að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Hver skyldu þau skilyrði hafa verið?

Eftir að forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna höfðu lagst yfir málið, og m.a. farið yfir réttarstöðu Baldurs og Bolla Þórs, var ákveðið að færa þá um set frekar en að greiða þeim full laun í takt við samningsbundin réttindi þeirra.

Hversu mikið skyldu laun þeirra hafa lækkað við þessar tilfærslur?

Sérstaklega höfðu forystumenn stjórnarflokkanna áhyggjur af því að umdeild viðskipti Baldurs með hlutabréf í Landsbankanum, 17. september í fyrra, væru til þess fallinn að rýra traust á stjórnkerfinu.

Þeir höfðu ríka ástæðu til. Fólk hefur enga ofurtrú á stjórnkerfinu í dag.

Það liggur ljóst fyrir að Baldri tókst að selja öll bréfin sín í Landsbankanum korteri fyrir hrun, eftir að hafa fundað með Landsbankamönnum um stöðu mála svo einhverjar upplýsingar hefur maðurinn haft.

Þetta ku heita innherjaviðskipti sem eru jú refsiverð.

Þetta er ekki eins og að stela sér skinkubréfi sem er jú refsivert líka.

Mér kemur í hug sú fleyga setning úr bókinni Animal Farm "Allir eru jafningjar, en sumir eru meira jafnir en aðrir".

Þar til næst.

 

 


mbl.is Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Engin leið að losna við þessa æviráðnu?

Auðun Gíslason, 11.6.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er vissara, að segja ekkert niðrandi um þessa menn. Það er lögbrot

Kristbjörn Árnason, 11.6.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það er nú þetta með jafningja og aðra jafningja.

Hmmm.

Þráinn Jökull Elísson, 11.6.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það sem þú segir með skiyrðin er kanski mergurinn málsins?

Kanski voru skilyrðin um að fá frið frá rannsókn?

Hver veit, okkur er ekkert sagt

Sævar Finnbogason, 12.6.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband