Það var löngu tímabært...

...að þrífa fjósið.

Í það minnsta að moka flórinn.

Það kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir hefðu farið á límingunum í gærkvöldi þegar Eva Joly lét stjórnvöld hafa það óþvegið með þeim afleiðingum að skjálfti fór um samfélagið.

Seinagangur stjórnvalda er til háborinnar skammar og ég spyr mig aftur og enn, hverjum er verið að hlífa og hvað er það sem ekki má koma fram í dagsljósið?

Ef ekki verður brugðist við -og það strax- þá kemur skömmin til með að fylgja okkur um ókomna framtíð, hvert sem við förum.

Eva Joly hefur krafist þess að Valtýr Sigurðsson víki alfarið sem ríkissaksóknari en hann sér ekki ástæðu til þess.

Þabbara það.

Ráðherra ætlar að ræða við Valtý og freista þess að leysa málið en segist ekki hafa vald til að víkja honum frá.

Hvað með lagabreytingu?

Hún útilokar þó ekki að svo geti farið að það mætist einfaldlega stálin stinn.

Ég bíð óþreyjufullur.

Vonandi er þetta bara byrjunin á tiltektinni sem löngu var þörf á og að fleiri hausar fái að fjúka.

Sterkur leikur hjá Evu að koma fram fyrir alþjóð og leggja spilin á borðið, gerir sér örugglega fulla grein fyrir þeim gríðarmikla stuðningi sem hún nýtur meðal landsmanna, sem hefur að öllum líkindum aukist til muna eftir Kastljóssviðtalið, því maður á ekki að venjast slíkri hreinskilni og þvílíkum heiðarleika.

Vonandi taka einhverjir Íslendingar hana sér til fyrirmyndar í þeim málum.

Svo er nú þetta með dínamítkassann, ríkisrannsóknari já og fleiri, ættu ekki að leika sér að eldi nálægt henni.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Eva Joly er dínamítkassi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég treysti Evu Joly til góðra verka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2009 kl. 01:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.6.2009 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband