12.6.2009 | 08:38
Þó fyrr hefði verið.
Starfs- og stjórnarmönnum er óheimilt að þiggja boðsferðir af viðskiptavinum, innanlands sem utan, hvort sem um er að ræða skemmtiferðir, svo sem veiðiferðir og golfferðir, eða kynnisferðir vegna einstakra fyrirtækja eða viðskiptakosta, segir í siðareglum fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum sem samdar hafa verið á vettvangi ASÍ og kynntar voru í gær.
Mér finnst samt nokkuð seint um rassinn gripið.
Þá er áhersla lögð á að sjóðir taki ekki þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðferðisreglum og lagt er til að stofnuð verði sérstök siðanefnd lífeyrissjóðanna á vettvangi Landssambands lífeyrissjóða og jafnframt hafa verið mótaðar hugmyndir að reglum um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóðanna.
Ég hjó eftir þessu : ...lagt er til að stofnuð verði sérstök siðanefnd...
Drottinn minn dýri, þetta er tuttugasta og fyrsta öldin, hafa menn sofið einhverjum Þyrnirósarsvefni áratugum saman?
Þyrnirós ku jú hafa sofið í heila öld.
Það virðist einkenna okkur Íslendinga að vakna ekki fyrr en allt er komið í bleyjuna.
Það sem framkvæmt er núna hefur verið við lýði áratugum saman hjá nágrannaþjóðunum.
Engin furða þó hlegið sé að okkur út um allan heim.
Ég skammast mín þegar erlendir vinir mínir inna mig eftir fréttum ( ég bjó erlendis árum saman ) og ég get engu svarað.
Þar til næst.
„Óheimilt að þiggja eða sækjast eftir gjöfum“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.