Sama hvaðan gott kemur.

Tillögur sjálfstæðismanna um aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála hlutu góðar viðtökur þingmanna annarra flokka og tveggja ráðherra á Alþingi í gær ef marka má yfirlýsingar þeirra við fyrstu umræðu um þær. Sögðust þeir taka tillögunum fagnandi og einstakir sjálfstæðismenn hófu mál sitt á að þakka hlýhug sem fram kæmi í ummælunum.

Ég gleðst vegna þessara tillagna Happy.

Sjálfsagt má að öllu finna því það er svo ríkt í okkur Íslendingum að rífa allt niður án þess að koma með eitthvað í staðinn s.br nokkrar bloggsíður sem ég hef lesið.

Þetta er spor í rétta átt og ég gleðst, ekki síst vegna þess að þessar tillögur komu frá stjórnarandstöðunni sem sýnir mér að þingmennirnir okkar eru farnir að vinna saman.

Það er óþarft að hafa fleiri orð um þetta en ég hvet okkar ágæta fólk sem situr á þingi að halda áfram á þessari braut.Joyful

Þar til næst.Smile

 

 


mbl.is Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Þegar glæpasamtök gefa til góðgerðar þá á ekki að þiggja svoleiðis aðstoð. Hér er ekki verið að vísa til neins nema þetta gamla máltæki sem lýsir dálitlum Íslenskum hugsanahætti.

Valdimar Samúelsson, 12.6.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þráinn Jökull, ég ánægur með grein þína. Ég tók efir því, að þú ert kattavinur. Ég er líka kattavinur, hef lungann af ævinni búið á 2-ja katta heimili. Ég á enga ketti lengur, en dóttir mín, sem býr í næsta húsi, á tvo Persa. Þeir "bræður" eru mestu prakkarar. Þeir heita Gabríel og Mikael og standa vel undir nafni. Sjálfur er vanastur venjulegun köttum (án ættartölu !). Venjulegir heimiliskettir voru nauðsynlegir í gamla daga til að bægja frá músum og rottum.

Best að hætta öllu kattahjali að sinni.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.6.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Valdimar minn góði. Þegar ég ákvað að nota þetta orðatak þá var ég að vísa til stjórnarandstöðunnar, fyrst og fremst. Þar er komið margt nýtt og ungt fólk og þó ég sé vinstrisinnaður þá hef ég mikla trú á þessu unga fólki.

Tillögur þeirra sýna mér að viljinn hjá þeim til að endurreisa þjóðfélagið er fyrir hendi.

Bestu kveðjur.

Sæll Kristján.

Takk fyrir hlý orð í minn garð.

Ég segi það hreint út að ég dýrka ketti.

Ég ólst að  mestu upp í sveit . Það voru alltaf kettir á heimilinu, stundum jafnvel tveir, ekta músaveiðarar.

Ég velti því stundum fyrir mér þegar ég var krakki hvort ég hefði ekki verið Egypti í fyrra lífi, maður hafði nægan tíma til að velta fyrir sér ýmsum hlutum.

Ég get ekki haft ketti í dag en gaf mömmu eitt lítið kríli fyrir fimm árum þegar pabbi lá fyrir dauðanum og einmanaleikinn og sársaukinn var að fara með mömmu.

Þetta litla kríli er uppáhald okkar allra í dag, óvenju fallega bröndóttur með snjóhvítt trýni og bleikan snúð.

Kærar kveðjur.

Ég get ekki haft

Þráinn Jökull Elísson, 12.6.2009 kl. 13:43

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég gerði mstök í færslunni sem ekki er hægt að leiðrétta.

Ég biðst afsökunar á því.

Bestu  kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 12.6.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband