12.6.2009 | 22:29
Ég rakst hér á frétt...
...sem fangaði athygli mína.
" Kostnaður við Arnkötludalsveg langt fram úr áætlun."
Ljótt er ef satt er.
Kostnaður við lagningu nýja vegarins um Arnkötludal stefnir í að fara 40 til 50 prósent fram úr áætlun.
Arnkötludalsvegur er hugsaður sem framtíðarleið fyrir umferðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og því bíða margir þess með eftirvæntingu að fá að aka þarna í gegn.
Á ýmsu hefur þó gengið.
Vegagerðin breytti legu vegarins efst í Gautsdal og flutti hann fram á fossbrún sem hafði í för með sér deilur og aukinn kostnað.
Til að bíta höfuðið af skömminni þá kom í ljós að fyllingarefni sem Vegagerðin valdi reyndist ónothæft og þurfti þar af leiðandi að fjarlægja það af löngum vegarkafla sem búið var að sturta í.
Það var og.
Í stað þeirra 660 milljóna sem tilboðið hljóðaði upp stefnir kostnaðurinn nú vel yfir milljarð og gæti endað í 1.200 milljónum, segir Ingileifur Jónsson verktaki, sem er um 50% meira en verðbætt tilboðið.
Svo ekki sé minnst á ca. 7 mán. töf.
Nú leikur mér hugur á að vita:
Hvernig er þetta mögulegt?
Er hægt að breyta legu vegar í miðjum klíðum?
Hverjar voru forsendurnar?
Er hægt að bruðla með aura okkar skattborgaranna á þennan hátt?
Það er jú alkunna að það erum við óbreyttir sem borgum brúsann.
Er ekki til neitt sem heitir eftirlit?
Getur það virkilega staðist að einhverjir óprúttnir aðilar geti vaðið í götótta vasa okkar á þennan hátt?
Getur kannski verið að það þurfi að stokka upp hjá Vegagerðinni næst?
Mér þætti ofurvænt um að fá svör við þessum spurningum mínum.
Þar til næst.
Heimildir Vísir, 12.06.09 kl 18.52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.